Komnir í undanúrslit eftir sigur á Sviss

Örn Ingi Bjarkason skoraði 3 mörk gegn Sviss.
Örn Ingi Bjarkason skoraði 3 mörk gegn Sviss. mbl.is/Ómar

Unglingalandslið Íslands í handknattleik, skipað piltum 19 ára og yngri, er komið í undanúrslitin á opna Evrópumótinu í Gautaborg eftir öruggan sigur á Sviss í dag, 21:15.

Íslenska liðið á eftir að leika við Katar nú síðdegis en er komið með 7 stig eftir fjóra leiki og er komið áfram úr sínum riðli.

Ragnar Jóhannsson skoraði 4 mörk gegn Sviss og þeir Stefán Sigurmannsson og Örn Ingi Bjarkason 3 hvor, og Arnór Stefánsson markvörður varði 15 skot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert