Tveir úr Haukum í úrvalsliði karla

Sigurbergur Sveinsson og Valdimar Fannar Þórsson eru báðir í úrvalsliði …
Sigurbergur Sveinsson og Valdimar Fannar Þórsson eru báðir í úrvalsliði N1-deildar karla í handknattleik. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tveir leikmenn úr liði nýkrýndra Íslandsmeistara Hauka eru í liði ársins í úrvalsdeild karla, N1-deildinni, sem kynnt var fyrir stundu á lokahófi handknattleiksfólks í Gullhömrum í Grafarholti.  Valur á einnig tvo leikmenn í úrvalsliðinu, en Akureyri, FH og HK einn leikmann hvert.

Úrvalslið N1-deildar karla er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður: Hlynur Morthens, Val
Línumaður: Pétur Pálsson, Haukum
Vinstra horn: Oddur Gretarsson, Akureyri
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val
Hægri skytta: Bjarni Fritzson, FH
Miðjumaður: Valdimar Fannar Þórsson, HK.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert