FH í úrslit eftir 11 marka sigur á Fram

Frá leik FH og Fram í kvöld.
Frá leik FH og Fram í kvöld. mbl.is/Ómar

FH leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Akureyri eftir stórsigur á Fram, 32:21, í oddaleik liðanna sem fram fór í Kaplakrika. Fyrri hálfleikur var jafn og spennadi en í seinni hálfleik tóku FH-ingar öll völd á vellinum og innbyrtu 11 marka sigur.

Markahæstir hjá FH: Baldvin Þorsteinsson 7, Ólafur Guðmundsson 7.

Markahæstir hjá Fram: Andri Berg Haraldsson 5, Jóhann Gunnar Einarsson 5.

Akureyri er komið í úrslitin eftir sigur á HK, 28:25. 

52. Það er farið að færast bros á leikmenn FH-liðsins og ekki síður stuðningsmenn liðsins enda er staðan, 26:19, þegar átta mínútur eru eftir.

47. FH-ingar eru á leið í úrslitin. Þeir hafa átta marka forystu og ekkert sem bendir til þess að Framarar nái að snúa taflinu við.

43. Forysta FH-inga er nú orðin átta mörk, 23:15, og útlitið orði ansi dökkt fyrir Safamýrarliðið. Reynir Þór þjálfari Framara tekur leiklé.

40. FH-ingar hafa náð góðum tökum á leiknum. Munurinn er fimm mörk. Frömurum hefur ekki gengið vel í sóknarleiknum en FH-vörnin hefur verið afar öflug.

33. Óskabyrjun hjá FH í seinni hálfleik. Heimamenn hafa skorað þrjú fyrstu mörkin og eru yfir, 17:12.

31. Seinni hálfleikur er hafinn í Krikanum. Nú verður allt lagt í sölurnar hjá báðum liðum enda sæti í úrslitum í húfi. Ólafur Guðmundsson skorar fyrsta markið en FH hóf seinni hálfleikinn tveimur mönnum fleiri.

30. Hálfleikur í Kaplakrika þar sem FH hefur yfir, 15:12. Framarar byrjuðu betur en FH-ingar áttu góðan endasprett. Framarar misstu tvo menn af velli undir lok hálfleiksins og hefja seinni hálfleikinn tveimur mönnum færri. Ólafur Guðmundsson er markahæstur í liði FH með 3 mörk en hjá Fram er Andr Berg Haraldsson með 4 mörk. Magnús Gunnar Erlendsson markvörður Framara hefur staðið vaktina vel en hann hefur varið 13 skot.

23. FH-ingar eru komnir yfir í fyrsta sinn. Staðan er, 10:8, og Reynir þjálfari tekur leikhléi. FH-ingar skoruðu þrjú mörk í röð, breyttu stöðunni úr 7:8, í 10:8. Daníel Freyr Andrésson átti góða innkomu í mark FH-inga og það var ekki síst fyrir markvörslu hans sem FH-ingar komust yfir.

20. Það er allt í járnum. FH-ingar tóku góðan kipp og tókst að jafna metin og staðan nú er, 7:8. Varnir beggja liða hafa verið öflugar og stemingin í Krikanum er frábær.

17. Þrjú FH mörk í röð og staðan er nú orðin jöfn, 6:6, í miklum baráttuleik.

15. Framarar eru enn með góð tök á leiknum og eru yfir, 6:4. Andri Berg Haraldsson hefur skorað þrjú af mörkum Safamýrarliðsins.

Magnús Gunnar Erlendsson hefur staðið vaktina frábærlega vel í marki Framara og hefur varið sex skot á upphafsmínútum leiksins.

10. Framarar byrja betur og eru yfir, 5:2. Það stefnir í hörkuleik. Framarar eru mjög ákveðnir og ætla greinilega að selja sig dýrt.

4. Það er greinileg taugaveiklun í gangi. Liðin hafa enn ekki skorað mark.

Anton Pálsson og Hlynur Leifsson eru flautuleikarar í kvöld en þeir dæmdu einnig leik liðanna á laugardaginn.

Ólafur Guðmundsson sækir að vörn Fram en til varnar er …
Ólafur Guðmundsson sækir að vörn Fram en til varnar er Halldór Jóhann Sigfússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert