Róbert: Vonandi hamingjusamir á sunnudaginn

Róbert Gunnarsson línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik segir að nú sé alvaran að hefjast en Íslendingar hefja leik í forkeppni Ólympíuleikanna í Varazdin í Króatíu annað kvöld þegar þeir mæta liði Sílemanna.

„Nú er alvaran að hefjast. Það er alltaf óþægilegt að spila á móti liði sem þú veist lítið sem ekkert um og það er ekki oft sem maður hlakkar til að fara á vídeófund,“ sagði Róbert við mbl.is en leikurinn við Sílemenn annað kvöld verður fyrsta viðureign liðanna á handboltavellinum.

„Við vitum hvað bíður okkar ef við klárum þetta verkefni. Ólympíuleikar er viðburður sem sérhvern íþróttamann dreymir um að taka þátt í og vonandi tekst okkur ætlunarverkið og við verðum hamingjusamir á sunnudaginn,“ sagði Róbert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert