ÍR vann í háspennuleik

Jón Heiðar Gunnarsson ÍR-ingur í góðu færi í leiknum við …
Jón Heiðar Gunnarsson ÍR-ingur í góðu færi í leiknum við FH í kvöld. mbl.is/Kristinn

ÍR vann FH, 28:25, í miklum spennuleik í íþróttahúsinu í Austurbergi í kvöld og þar með hrósaði liðið sínum fyrsta sigri á heimavelli á leiktíðinni. Jafnt var, 25:25, þegar fimm mínútur voru til leiksloka en ÍR-ingar voru einbeittari á lokakaflanum.

ÍR var með fimm marka forskot í hálfleik, 17:12, og var 21:16, eftir 40 mínútur. Þá komus FH-ingar inn í leikinn og jöfnuðu metin. FH-ingum tókst að komas yfir en ÍR-liðið gafst ekki upp enda var það vel stutt af fjölmörgum áhorfendum sem mynduðu frábæra stemningu á leiknum.

ÍR er þar með komið með 4 stig eftir fjóra leiki en FH er með þrjú stig.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Lið ÍR: Hermann Marinósson, Kristófer Guðmundsson - Ólafur Sigurgeirsson, Halldór Logi Árnason, Máni Gestsson, Jónatan Vignisson, Davíð Georgsson, Sturla Ásgeirsson, Ingimundur Ingimundarson, Jón Heiðar Gunnarsson, Sigurður Magnússon, Guðni Kristinsson, Sigurður F. Björnsson, Björgvin Þór Hólmgeirsson.
Þjálfari Bjarki Sigurðsson.

Lið FH: Sigurður Örn Arnarson, Daníel Freyr Andrésson - Sigurður Ágústsson, Jóhann Karl Reynisson, Andri Berg Haraldsson, Halldór Guðjónsson, Ólafur Gústafsson, Einar Rafn Eiðsson, Þorkell Magnússon, Ari Magnús Þorgeirsson, Ísak Rafnsson, Ragnar Jóhannsson, Magnús Óli Magnússon, Bjarki Jónsson.
Þjálfari: Einar Andri  Einarsson.

ÍR er í næst neðsta sæti deildarinnar með tvö stig að loknum þremur leikjum. FH er í sætinu fyrir ofan með þrjú stig.

ÍR 28:25 FH opna loka
60. mín. Kristófer Fannar Guðmundsson (ÍR) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka