Fram jafnaði metin með öruggum sigri

Ragnar Jóhannsson býr sig undir að taka skot í leik …
Ragnar Jóhannsson býr sig undir að taka skot í leik Fram og FH í kvöld. mbl.is/Ómar

Fram vann öruggan sigur á FH, 24:19, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld og hefur þar með jafnað metin í einvígi liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla í handknattleik. Hvort lið hefur unnið einn leik. Næsti leikur liðanna verður í Kaplakrika á fimmtudagskvöldið.

Fram var sterkari lengst af leiksins og var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10. Frábær varnarleikur og framúrskarandi markvarsla Magnúsar Gunnars Erlendssonar lagði grunninn að sigrinum. FH liðið átti í erfiðleikum með að finn leiðir framhjá frábærri vörn Fram-liðsins.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið Fram: Magnús Gunnar Einarsson, Björn Viðar Björnsson - Ólafur Jóhann Magnússon, Stefán Baldvin Stefánsson, Haraldur Þorvarðarson, Garðar Sigurjónsson, Sigurður Eggertsson, Sigfús Páll Sigfússon, Ægir Hrafn Jónsson, Jón Arnar Jónsson, Jóhann Gunnar Einarsson, Róbert Aron Hostert, Stefán Darri Þórsson, Elías Bóasson.
Þjálfari: Einar Jónsson.

Lið FH: Sigurður Örn Arnarsson, Daníel Freyr Andrésson - Sigurður Ágústsson, Ásbjörn Friðriksson, Andri Berg Haraldsson, Baldvin Þorsteinsson, Halldór Guðjónsson, Logi Eldon Geirsson, Einar Rafn Eiðsson, Þorkell Magnússon, Ari Magnús Þorgeirsson, Ísak Rafnsson, Ragnar Jóhannsson, Magnús Óli Magnússon, Atli Rúnar Steinþórsson.
Þjálfari: Einar Andri Einarsson.

Fram 24:19 FH opna loka
60. mín. Garðar Sigurjónsson (Fram) fékk 2 mínútur - 50 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert