ÍBV skömminni skárri

Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV og Sigfús Páll Sigurðsson úr Fram …
Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV og Sigfús Páll Sigurðsson úr Fram eigast við í leiknum í Safamýri. mbl.is/Ómar

Það var engu líkara en leikmenn væru enn í fríi þegar Fram tók á móti ÍBV í Olís-deild karla í gærkvöldi. Það var engu að síður mikið undir, annað sæti deildarinnar, og féll það í hlut Eyjamanna þrátt fyrir að þeir hafi ekki átt neinn stjörnuleik. Langt frá því raunar, en þeir fóru engu að síður með sigur af hólmi í Safamýrinni, 22:18.

Sjaldan hefur ofanritaður séð jafn mörg mistök og í fyrri hálfleik þar sem bæði lið töpuðu á annan tug bolta. Hvort knötturinn hefur verið óvenju heitur fylgdi ekki sögunni, en leikmenn virtust allavega ekkert vilja með hann hafa. Þess utan klúðruðu heimamenn þremur vítaköstum í fyrri hálfleik einum sem á náttúrlega ekki að sjást. Framarar skoruðu einungis átta mörk í fyrri hálfleik en máttu þó þakka fyrir að andstæðingurinn var litlu betri. Gestirnir úr Eyjum leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 10:8.

Sjá nánar umfjöllun um leikina þrjá í Olís-deild karla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert