Barátta um þriðja, fjórða og sjötta sæti í kvöld

Jón Heiðar Gunnarsson og félagar í ÍR geta komist í …
Jón Heiðar Gunnarsson og félagar í ÍR geta komist í úrslitakeppnina og líka lent í umspilinu. mbl.is/Golli

Lokaumferðin í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olís-deildinni, er leikin í kvöld og allir fjórir leikirnir hefjast klukkan 19.30. Þar er slegist um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni um meistaratitilinn, og um að forðast að lenda í 7. sætinu og fara í umspil.

Leikirnir fjórir eru þessir:

Valur-Fram
ÍR - FHAkureyri-HK
Haukar - ÍBV

Staðan: Haukar 32, ÍBV 30, Valur 22, Fram 20, FH 19, ÍR 18, Akureyri 16, HK 3.

Haukar eru deildarmeistarar, ÍBV endar í 2. sæti og HK endar í 8. og neðsta sæti. Þetta þrennt er á hreinu en óvíst er um röðina frá þriðja til sjöunda sætis.

Valsmönnum nægir jafntefli til að tryggja sér þriðja sætið og þá mæta þeir ÍBV í undanúrslitunum.

Framarar ná þriðja sætinu ef þeir vinna Valsmenn. Þá mun ÍBV mæta Fram og Haukar mæta Val.

Framarar ná fjórða sætinu ef þeir gera jafntefli við Val og FH tekst ekki að sigra ÍR.

FH-ingar ná fjórða sætinu ef þeir vinna ÍR og Fram tekst ekki að sigra Val.

ÍR-ingar ná fjórða sætinu ef þeir vinna FH og Fram tapar fyrir Val.

Akureyri nær sjötta sætinu og sleppur við umspil með því að vinna HK og ÍR tapar fyrir FH. Þá endar ÍR í sjöunda sæti og fer í umspilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka