Stephan: Blendnar tilfinningar

Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins.
Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins.

Fyrrverandi landsliðsmaður Þjóðverja í handknattleik sem var í heimsmeistaraliðinu 2007, Daniel Stephan, segist ekki geta glaðst  sérstaklega yfir að Þýskalandi hafi verið veittur sérstakur keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári á kostnað Ástralíu.

„Vissulega er mikilvægt fyrir okkur að vera með á heimsmeistaramótinu. Hinsvegar er ljóst að Alþjóða handknattleikssambandið þarf á Þýskalandi að halda á heimsmeistaramótum og nú hefur sambandið fundið leið til þess að kippa okkur inn," segir Stephan sem segir tilfinningar sínar vera blendnar í þessu máli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka