Tiltrúin á IHF eykst ekki

Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins.
Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins.

Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, virðist hafa ætlað að láta sem minnst fara fyrir þeirri ákvörðun sinni að troða Þjóðverjum inn í heimsmeistaramót karla í handbolta í Katar á næsta ári í stað Ástralíu. Engar tilkynningar bárust til landssambandanna í handbolta, heldur var aðeins útbúin stutt fréttatilkynning um málið af IHF í fyrradag, þar sem fyrirsögnin var einungis „Fundur framkvæmdastjórnar IHF í Zagreb.“

Það er líka furðulegt með meira lagi að IHF skuli ákveða 12 dögum áður en dregið er í riðla lokakeppni HM í Katar að afturkalla þátttökurétt Ástralíu. Ástæðan sem gefin er upp er sú að það sé ekkert álfusamband í Eyjaálfu fyrir handboltasambönd þjóðanna þar og því hafi verið rétt að henda Ástralíu út. En af hverju er verið að gera það núna? Er bara verið að finna einhverja ástæðu? Þetta lá allt fyrir, áður en leikirnir í forkeppni HM voru spilaðir.

Ástralar eru steinhissa á ákvörðun IHF og sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem ákvörðun IHF var hörmuð og vonbrigði Ástrala voru látin í ljós.

Engin svör frá IHF

Morgunblaðið reyndi ítrekað að ná sambandi við einhvern hjá IHF í gær til að fá frekari útskýringar á sérstöku keppnisleyfi, svokölluðu „wildcard“ sæti og af hverju engin reglugerð væri til um það. Eftir að svarað var á skrifstofu IHF sem staðsett er í Basel í Sviss, fengust þau svör að nær allir starfsmenn IHF væru enn í Króatíu á fundi framkvæmdastjórnar sambandsins og fyrirspurnum yrði því einungis svarað með skriflegum hætti. Engin svör bárust þó við tölvupóstum Morgunblaðsins í gær.

Nánar er fjallað um málið í fréttaskýringu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er meðal annars farið yfir rannsóknir sem Hassan Moustafa forseti IHF hefur sætt.

Fleiri fréttir af málinu:
Geðþóttaákvörðun stjórnenda IHF?
Einar: Kemur okkur spánskt fyrir sjónir
Ástralir vonsviknir með ákvörðun IHF
Þjóðverjar á HM - Ísland hundsað

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert