Alfreð ræður sér aðstoðarmann

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins THW Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins THW Kiel. AFP

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, hefur ráðið sér aðstoðarmann við þjálfun liðsins. Sá er Jörn-Uwe Lommel sem er þrautreyndur þjálfari. Þeir þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar sem leikmenn hjá Tusem Essen um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum.

Lommel, sem er 56 ára gamall, hefur m.a. þjálfað Niederwürzbach, TuSEM Essen,  TuS N-Lübbecke og Füchsen Berlin í Þýsalandi, Grasshopper í Sviss og verið landsliðsþjálfari Egypta. 

Alfreð hefur alfarið séð um alla þjálfun hjá Kiel síðan hann tók við liðinu fyrir sex árum að því undanskildu að þrekþjálfari starfaði með Alfreð á síðasta keppnistímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert