„Okkar útgáfa af Þjóðhátíð“

Erlingur Richardsson.
Erlingur Richardsson. mbl.is/Árni Sæberg

Erlingur Richardsson, þjálfari austurríska handboltaliðsins SG West Wien, hefur ekki undan við að taka á móti Íslendingaliðum eða íslenskum liðum í Vínarborg þessa dagana. Strákar frá HK fæddir 1996-1998 hafa verið í æfingabúðum í Vín að undanförnu og nýttu sér tengslin við Erling, sem var þjálfari meistaraflokka HK í nokkur ár, fyrst kvennaliðsins og síðan karlaliðsins, sem hann gerði meðal annars að Íslandsmeistara árið 2012.

Í gærkvöld spilaði svo West Wien æfingaleik við þýska liðið Füchse Berlín undir stjórn Dags Sigurðssonar og svo mætir lið Erlings Eisenach frá Þýskalandi í lok vikunnar á æfingamóti, en Eisenach er þjálfað af Aðalsteini Eyjólfssyni og hefur m.a. Bjarka Má Elísson innanborðs.

„Þetta er fínt að hafa alla þessa Íslendinga hérna þessa dagana, ekki síst þar sem konan og börnin eru ennþá á Íslandi,“ sagði Erlingur við Morgunblaðið í gær.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert