Alfreð fær Landin á næsta ári

Niklas Landin er einn albesti markvörður heims.
Niklas Landin er einn albesti markvörður heims. mbl.is/Eva Björk

Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin, einn albesti markvörður heims, hefur ákveðið að ganga til liðs við Þýskalandsmeistara Kiel næsta sumar þegar samningur hans við Rhein-Neckar Löwen rennur út.

Landin, sem verður 26 ára í desember, hefur meðal annars verið orðaður við Barcelona í sumar en ákvað að gerast lærisveinn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel.

„Ég er afar ánægður með að Niklas skuli hafa valið okkur. Hann er frábær markvörður eins og hann sýndi strax ungur að árum með sterkri og stöðugri frammistöðu,“ sagði Alfreð.

"Við höfum verið að endurnýja leikmannahópinn okkar og Landin er mikilvægur hluti af því að búa til sterkt lið sem getur barist um alla titla," sagði Alfreð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert