Aron með Lauge í sigtinu

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Danskir fjölmiðlar greina frá því að danska úrvalsdeildarliðið KIF Kolding, sem Aron Kristjánsson þjálfar, hafi áhuga á að fá danska landsliðsmanninn Rasmus Lauge að láni frá þýska meistaraliðinu Kiel.

Lauge er að jafna sig af erfiðum meiðslum og hætt er við því að hann eigi á brattann að sækja að fá spilmínútur með Kiel þegar hann snýr til baka enda er mannvalið mikið hjá meisturunum og menn á borð við Aron Pálmarsson, Jicha, Duvjnak og Canellas sem leika í útistöðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert