Tvær rúmenskar með KA/Þór

Paula Chirli (t.v.) og Kriszta Szabó (t.h.) að handsala samninginn …
Paula Chirli (t.v.) og Kriszta Szabó (t.h.) að handsala samninginn við formann deildarinnar, Siguróla Sigurðsson. Ljósmynd/KA/Þór

KA samdi í dag við tvær rúmenskar handknattleikskonur um að þær leiki með liði KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handknattleik á komandi leiktíð.  Þær heita Kriszta Szabó og Paula Chirli.

Szabó  og Chirli eru 22 og 23 ára gamlar og þykja hafa sannað sig á æfingum með liðinu undanfarna daga.  Szabó er markvörður en Chirli er rétthent skytta en getur einnig leikið sem leikstjórnandi

KA/Þór fór æfingarferð suður síðustu helgi þar sem rúmensku stöllurnar léku með liðinu og sýndu þær góða takta. Í þessari æfingarferð vann liðið Val með einu marki, gerði jafntefli við HK en tapaði fyrir Fylki, eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert