Haukar unnu Hafnarfjarðarmótið

Árni Steinn Steinþórsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka.
Árni Steinn Steinþórsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka. mbl.is/Ómar Óskarsson

Haukar báru sigur úr býtum á Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik en liðið hafði betur á móti erkifjendum sínum í FH í úrslitaleik í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag.

Haukar fögnuðu sigri, 24:18, eftir að haft yfir í leikhléi, 12:7.

Árni Steinn Steinþórsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka, Adam Haukur Baumruk 6 og Einar Pétur Pétursson skoraði 3 mörk. Í liði FH var Ásbjörn Friðriksson atkvæðamestur með 9 mörk og Magnús Óli Magnússon skoraði 4.

Í hinum leik dagsins hafði Akureyri betur á móti Íslandsmeisturum ÍBV, 28:27. Sigþór Heimisson var markahæstur Akureyringa með 7 mörk og þeir Jón Sigurðsson og Heiðar Aðalsteinsson voru með 5 mörk hvor. Hjá Eyjamönnum var Theodór Sigurbjörnsson með 7 mörk og Guðni Ingvarsson skoraði 6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert