Fram Reykjavíkurmeistari í handbolta

Fram varð Reykjavíkurmeistari kvenna í handbolta í kvöld. Ásta Birna …
Fram varð Reykjavíkurmeistari kvenna í handbolta í kvöld. Ásta Birna Gunnarsdóttir var fjarri góðu gamni, en Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoraði 7 mörk gegn Fylki í kvöld. Morgunblaðið/Eva Björk

Framkonur urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar í handbolta eftir sigur á Fylki, 32:30 í síðasta leik keppninnar. Fram vann þar með alla þrjá leiki sína á mótinu og endaði með fullt hús stiga.

Fram hafði talsverða yfirburði í fyrri hálfleik gegn Fylki í kvöld og hafði átta marka forskot að honum loknum, 22:14. Fylkiskonur náðu hins vegar að hleypa spennu í leikinn í seinni hálfleik, en tókst þó ekki að ná Frömurum.

Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir voru markahæstar hjá Fram í kvöld með 7 mörk hvor og Marthe Sördal skoraði 5 mörk. Hjá Fylki skoraði Patricia Szölösi 8 mörk.

Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Marthe Sördal 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Hildur Marín Andrésdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 1, Karólína Vilborg Torfadóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Íris Kristín Smith 1, Hulda Dagsdóttir 1.

Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 8, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 4, Vera Pálsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Kristjana Björk Steinarsdóttir 3, Guðrún Lilja Gunnarsdóttir 2, Díana Sigmarsdóttir 2, Sigrún Birna Arnardóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Svava Tara Ólafsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert