Einar byrjar með stórsigri

Einar Jónsson, þjálfari norska kvennaliðsins Molde fer vel af stað …
Einar Jónsson, þjálfari norska kvennaliðsins Molde fer vel af stað í B-deildinni. mbl.is/Steinn Vignir

Einar Jónsson og liðskonur hans í Molde fara af stað með látum í norsku B-deildinni í handknattleik en liðið vann sér sæti í deildinni í vor. Í gær vann Molde lið Levanger, 27:18, á heimavelli í fyrstu umferð deildarkeppninnar.

Levanger féll úr úrvalsdeildinni í vor. Molde yfirspilaði lið Levanger frá upphafi leiksins og hafði níu marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:8. 

„Þetta er einn besti leikur liðsins síðan ég tók við stjórn þess," segir Einar í samtali við rbnett.no en hann tók við þjálfun liðsins fyrir rúmu ári í C-deildinni. Einar gerði garðinn frægan hér á landi sem þjálfari karla- og kvennaliðs Fram og varð Fram m.a. Íslandsmeistari í handknattleik karla vorið 2013 undir stjórn Einars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert