Hafnarfjarðarslagur í Krikanum í kvöld

Það verður örugglega hart tekist á í leik FH og …
Það verður örugglega hart tekist á í leik FH og Hauka í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Það er sannkallaður stórleikur í 3. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar leiða saman hesta sína.

Eins og ávalt ríkir mikil spenna í Firðinum fyrir viðureign erkifjendanna. Liðin áttust við í mögnuðu einvígi í undanúrslitum Olís-deildarinnar síðastliðið vor þar sem Haukar fögnuðu sigri í oddaleik. Haukarnir hafa 2 stig eftir tvo fyrstu leiki sína í deildinni en FH-ingar eru með 3 stig.

Tveir aðrir leikir fara fram í deildinni í kvöld. Akureyringar spila sinn fyrsta heimaleik þegar þeir fá nýliða Stjörnunnar í heimsókn. Bæði lið eru með 2 stig.

Þá mætast HK og Valur í Digranesi. HK-ingar hafa tapað báðum leikjum sínum en Valsmenn, sem var spáð meistaratitlinum, hafa eitt stig eftir tvo fyrstu leiki sína.

Leikur Akureyrar og Stjörnunnar hefst klukkan 19 en hinir tveir leikirnir byrja klukkan 19.30. Fylgst verður með gangi mála í leikjunum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert