Stefán með fimm í stórsigri Löwen

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. AFP

Þýska handknattleiksliðið Rhein-Neckar Löwen fór vel af stað í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gærkvöld en það vann þá stórsigur á Montpellier frá Frakklandi, 35:24, á heimavelli sínum í Mannheim.

Staðan í hálfleik var 18:11, Löwen í hag, og Stefán Rafn Sigurmannsson lét talsvert að sér kveða en hann skoraði 5 mörk í leiknum. Norski línumaðurinn Bjarte Myrhol var markahæstur með 6 mörk en Alexander Petersson gerði 3.

Í sama riðli vann Veszprém frá Ungverjalandi sigur á Medvedi frá Rússlandi, 37:32, á útivelli og Vardar Skopje frá Makedóníu vann Celje Lasko frá Slóveníu, einnig á útivelli, 27:26.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert