Einar og Molde áfram á sigurbraut

Einar Jónsson, fyrrverandi þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, gerir það …
Einar Jónsson, fyrrverandi þjálfari karla- og kvennaliðs Fram, gerir það gott sem þjálfari kvennaliðs Molde í Noregi. mbl.is/Golli

Ekkert lát er á sigurgöngu nýliða Molde, undir stjórn Einars Jónssonar, í norsku B-deildinni í handknattleik kvenna. Um liðið vann Molde lið Flint Tønsberg Håndball, 22:21, á heimavelli en Tønsberg-liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Brynja Magnúsdóttir, fyrrverandi leikmaður HK og landsliðskona í handknattleik, skoraði eitt mark fyrir Tønsberg. 

Einar tók við Molde liðinu í C-deildinni fyrir rúmu ári síðan. Undir hans stjórn sigldi liðið uppí B-deildina í vor og hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í B-deildinni sem er athyglisverður árangur. 

Þetta var jafnframt fyrsti tapleikur Tønsbergs-liðsins á leiktíðinni en liðið hafði unnið tvær fyrstu viðureignir sínar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka