„Fórnaði ýmsu til að æfa eins og brjálæðingur“

Björgvin Þór Hólmgeirsson
Björgvin Þór Hólmgeirsson mbl.is/Eva Björk

Björgvin Þór Hólmgeirsson, stórskytta ÍR-liðsins í handknattleik, átti sannkallaðan stórleik þegar ÍR-ingar lögðu Framara, 26:22, í 3. umferð Olís-deildarinnar í handknattleik um síðustu helgi. Björgvin skoraði helming marka Breiðholtsliðsins í leiknum eða 13 mörk og hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 28 mörk eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

ÍR-ingar, undir stjórn spilandi þjálfarans Bjarna Fritzsonar og aðstoðarmanns hans, Einars Hólmgeirssonar, hafa byrjað leiktíðina vel. Þeir byrjuðu á því að vinna Reykjavíkurmeistaratitilinn og hafa innbyrt 5 stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í Olís-deildinni.

„Það gengur bara ágætlega hjá manni og það sem mestu máli skiptir, liðinu. Ég neita því ekki að ég fann mig vel í leiknum á móti Fram en ég get langt í frá tekið allan heiðurinn. Það eru menn við hliðina á mér sem skila aðalvinnunni en það hefur ekki verið vandamál hjá mér hingað til að skjóta á markið,“ sagði Björgvin Þór í samtali við Morgunblaðið.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert