Selfoss hafði betur í grannaslag

Ágúst Jóhannsson, er þjálfari Víkings sem vann Fjölni í kvöld …
Ágúst Jóhannsson, er þjálfari Víkings sem vann Fjölni í kvöld í 1. deild karla í handknattleik. Árni Sæberg

Selfoss hafði betur í fyrsta grannaslag sínum við ÍF Míluna í 1. deild karla í handknattleik í kvöld, 28:23, þar sem Mílumenn veittu harða keppni lengi framan af en flestir leikmenn Mílunnar eru fyrrverandi leikmenn Selfoss. Þá vann Víkingur lið Fjölnis í hörkuleik í Grafarvogi, 26:22. Hamrarnir skelltu sér í annað sæti deildarinnar með naumum sigri á KR, 26:25, nyrðra og loks vann ÍH öruggan sigur á Þrótti, 33:24, í Kaplakrika.

Grótta, sem ekki lék í kvöld, er efst í 1. deildinni með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Hamrarnir hafa einnig átta stig en hafa lokið sex leikjum. Víkingar eru í þriðja sæti með sex stig eftir fjóra leiki og Selfoss hefur sex stig að loknum fimm leikjum eins og Fjölnismenn. ÍH er í sjötta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki. KR er í sjötta sæti með tvö stig eftir fimm leiki og Þróttur rekur lestina með eitt stig að loknum fimm leikjum.

Fjölnir - Víkingur 22:26

Mörk Fjölnis: Sveinn Þorgeirsson 8, Brynjar Loftsson 4, Kristján Örn Kristjánsson 4, Bjarki Lárusson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1, Bergur Snorrason 1, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Breki Dagsson 1. 
Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 7, Hjálmar Þór Arnarsson 4, Hlynur Óttarsson 4, Óttar Filip Pétursson 4, Arnar Theodórsson 3, Jón Hjálmarsson 2, Einar Gauti Ólafsson 1, Arne Karl Wehmeier 1.

Selfoss - ÍF Mílan 28:23

Mörk Selfoss: Egidijus Mikalonis 7, Jóhann Erlingsson 7, Sverrir Pálsson 3, Gunnar Ingi Jónsson 2, Hergeir Grímsson 2, Hörður Másson 2, Guðjón Ágústsson 1, Elvar Örn Jónsson 1, Ómar Vignir Helgason 1, Andri Már Sveinsson 1, Árni Geir Hilmarsson 1.
Mörk Mílunnar: Atli Kristinsson 10, Ársæll Einar Ársælsson 3, Ívar Grétarsson 3, Róbert Daði Heimisson 2, Magnús Már Magnússon 2, Rúnar Hjálmarsson 2, Óskar Kúld 1. 

Hamrarnir - KR 26:25

Mörk Hamranna: Arnór Þorri Þorsteinsson 8, Heimir Örn Árnason 8, Birkir Guðlaugsson 4, Kristján Sigurbjörnsson 4, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Valdimar Þengilsson 1. 
Mörk KR: Jóhann Gunnarsson 8, Finnur Jónsson 5, Arnar Jón Agnarsson 4, Fannar Kristmannsson 3, Eyþór Vestmann 2, Steinar Logi Sigurþórsson 1, Pétur Gunnarsson 1, Sigurbjörn Markússon 1.  

ÍH - Þróttur 33:24

Ekkert mark var takandi á leikskýrslunni þar sem markaskorarar leiksins voru tíundaðir. Þar virtist sem annað liðið hefði skorað 51 mark en hitt 35.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert