Leikstjórnandi framtíðarinnar?

Janus Daði Smárason ógnar marki mótherja.
Janus Daði Smárason ógnar marki mótherja. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt nafn hefur skotið upp kollinum síðustu dagana í Olísdeild karla í handknattleik: Janus Daði Smárason. Janus hefur leikið síðustu tvo leiki Hauka gegn erfiðum andstæðingum, Val og Aftureldingu.

Þrátt fyrir að hafa aldrei leikið í efstu deild skoraði Janus sex sinnum í sigrinum á Val og fimm sinnum í jafnteflisleiknum á móti Aftureldingu. Hver er maðurinn?

Janus er 19 ára gamall en var að jafna sig eftir liðþófaaðgerð þegar Íslandsmótið hófst í haust. Hann er frá Selfossi eins og svo margir öflugir leikmenn hjá Haukum í gegnum tíðina. Þeir sem fylgjast grannt með handboltanum vita að Janus hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og verið þar fyrirliði. Hann hefur hins vegar ekki verið á radarnum hjá mörgum þar sem hann ól manninn í Árósum í Danmörku síðustu tvö árin.

Sjá umfjöllun um Janus og viðtal við hann í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert