Valsmenn fóru létt með ÍBV

Geir Guðmundsson sækir að vörn Eyjamanna í leiknum í dag.
Geir Guðmundsson sækir að vörn Eyjamanna í leiknum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Valsarar tóku á móti Eyjamönnum í síðasta leik sjöundu umferðar í Olís-deild karla í handknattleik og sigldu heim þægilegum sex marka heimasigri 30:24. Sigur Valsmanna var aldrei í hættu og leikurinn varð aldrei spennandi þrátt fyrir að liðin hefðu verið með jafn mörg stig fyrir umferðina. Valsmenn eru nú í 5. sæti með níu stig en Eyjamenn í 6. sæti með sjö stig.

Valsliðið hóf leikinn af krafti og Eyjamenn virtust ekki tilbúnir í slaginn. ÍBV komst í 3:2 en síðan ekki söguna meir. Valsmenn sigu hægt og bítandi fram úr og Eyjamenn komust lítt áleiðist í sókninni. Valsmenn skoruðu níu mörk í röð og breyttu stöðunni úr 2:3 í 11:3.

Selfyssingurinn Einar Sverrisson náði sér ekki nægilega vel á strik á upphafsmínútunum fyrir ÍBV og fékk meðal annars tvær tveggja mínútna brottvísanir á fyrstu þrettán mínútum leiksins. Eftir það svaraði hann þó með tveimur góðum mörkum.

Valsmenn komust mest í níu marka forystu, í stöðunni 14:5 en Eyjamenn minnkuðu forskotið í átta mörk í hálfleik.

Það kom betra Eyjalið út í síðari hálfleikinn, meiri barátta var í vörn þeirra og sóknarleikurinn hraðari, þrátt fyrir það komst liðið aldrei nálægt Valsmönnum. Góður leikhlutar með tveimur, þremur mörkum í röð dugðu skammt þar sem leikmenn Vals svöruðu í sömu mynt. Minnstur fór munurinn í síðari hálfleik í fimm mörk og Valsmenn sigldu afar þægilegum sigri í höfn.

Fylgst var með gangi mála hér hér á mbl.is.

Valur 30:24 ÍBV opna loka
60. mín. Valur tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka