Kári: Áttum ekkert meira skilið

„Úrslitin eru okkur vonbrigði en sannarlega áttum við ekki annað skilið eins og við lékum í 40 til 45 mínútur í dag," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir tap liðsins, 26:23, fyrir Fram í Olís-deild kvenna í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag.

„Við gerðum alltof mikið af mistökum. En það verður ekki tekið af Fram-liðinu að það er gott. Fram-lék mjög góðan 6/0 vörn mjög aftarlega á móti okkur. Þar sem við höfum ekki margar skyttur í okkar liði þá reynist okkur erfitt að mæta svona varnarleik," sagði Kári en nánar er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert