Grótta með fullt hús stiga

Árni Benedikt Árnason og félagar í Gróttu eru með fullt …
Árni Benedikt Árnason og félagar í Gróttu eru með fullt hús stiga. mbl.is/Árni Sæberg

Grótta hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöld þegar liðið sótti heim nýliða Mílunnar og sigraði þá á Selfossi, 34:23.

Nýliðarnir bitu þó frá sér og voru yfir í hálfleik, 12:11, en toppliðið náði að hrista þá af sér í seinni hálfleiknum.

Viggó Kristjánsson skoraði 12 mörk fyrir Gróttu og Aron Valur Jóhannsson 6 en Atli Kristinsson var atkvæðamestur Mílumanna og skoraði heil 13 mörk.

Grótta hefur unnið alla sex leiki sína og er með 12 stig, Víkingur er með 10, Selfoss 8, Hamrarnir 8, Fjölnir 6, KR 6, ÍH 4, Mílan 3 og Þróttur eitt stig.

Víkingur vann Hamrana á Akureyri á laugardaginn, 32:21. Arnar Freyr Theódórsson og Einar Gauti Ólafsson gerðu 7 mörk hvor fyrir Víking og Arnór Þorri Þorsteinsson 7 mörk fyrir Hamrana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert