Aron tók þátt í leiknum fyrir sextán árum

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. mbl.is/Eva Björk

Rúm 16 ár eru liðin frá því að íslenska landsliðið í handknattleik karla mætti landsliði Ísraels síðast. Það átti sér stað á fjögurra liða móti sem haldið var hér á landi í byrjun mars 1998. Íslenska landsliðið vann leikinn, 29:26.

Aðeins einn leikmaður í íslenska landsliðinu þá tilheyrir landsliðshópnum nú, en um er að ræða Aron Kristjánsson landsliðsþjálfara. Hann var leikstjórnandi íslenska landsliðsins í fyrrgreindum leik og skoraði fjögur mörk.

Þar áður leiddu þjóðirnar saman hesta sína í B-heimsmeistarakeppninni í Innsbruck í Austurríki 1992. Þann leik vann íslenska landsliðið, 20:15.

Aron Rafn Eðvarðarsson markvörður var eini leikmaður landsliðsins sem komst ekki á æfingu íslenska landsliðsins sem fram fór í Framhúsinu í gærkvöld. Flugferð hans frá Stokkhólmi seinkaði svo hann missti af æfingunni. Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, hljóp í skarðið og stóð í markinu á æfingunni ásamt Björgvini Páli Gústavssyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert