Fyrsti alvöruleikurinn hjá Gumma á morgun

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Danir leika á morgun sinn fyrsta alvöruleik undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundsson þegar þeir mæta Litháum í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins en leikurinn fer fram í Bröndby-höllinni.

Guðmundur tók sem kunnugt við danska landsliðinu af hinum sigursæla Ulrik Wilbek.

„Við höldum í marga góða hluti sem liðið hefur spilað en við erum að breyta nokkrum hlutum. Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn og það eru nokkrar breytingar á honum. Við erum líka með eitthvað nýtt í pokahorninu hvað sóknarleikinn varðar en það er engin bylting á leik liðsins,“ sagði Guðmundur við fréttamenn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert