Arnór með fjögur og áfram í 2. sæti

Arnór Atlason sendir boltann á Róbert Gunnarsson í leiknum gegn …
Arnór Atlason sendir boltann á Róbert Gunnarsson í leiknum gegn Ísrael í undankeppni EM í lok síðasta mánaðar. mbl.is/Ómar

Arnór Atlason skoraði fjögur mörk fyrir Saint Raphael þegar liðið vann góðan útisigur á meistaraliðinu Dunkerque, 36:33, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Arnór og félagar eru í 2. sæti með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Montpellier. Í 3. sæti koma Róbert Gunnarsson og félagar í Paris SG með 14 stig. Róbert skoraði 3 mörk í sigri á Toulouse í kvöld, 34:31.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði einnig þrjú mörk fyrir Sélestat í útisigri á Tremblay, 25:23, og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt mark í tapi Nimes gegn Créteil, 28:27.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert