Kiel afgreiddi Göppingen í fyrri hálfleik

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. AFP

Kiel jafnaði Rhein-Neckar Löwen að stigum á toppi þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með afar öruggum sigri á Göppingen í kvöld, 29:25.

Búast mátti við spennandi leik enda Göppingen í 4. sæti deildarinnar en annað kom á daginn. Gestirnir í Kiel byrjuðu leikinn stórkostlega og komust í 15:5. Þeir voru níu mörkum yfir í hálfleik, 18:9. Munurinn fór mestur í 12 mörk í seinni hálfleik en Göppingen tókst að laga stöðuna á lokakaflanum þó að sigur Kielar væri aldrei í hættu.

Aron Pálmarsson var ekki með Kiel vegna meiðsla en viðtal við Aron má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið.

Sigurbergur með átta í tapleik

Sigurbergur Sveinsson fór á kostum fyrir Erlangen og var langmarkahæstur með 8 mörk en það dugði skammt gegn Melsungen því niðurstaðan varð þriggja marka sigur Melsungen, 31:28. Erlangen er tveimur stigum frá fallsæti, með 10 stig eftir 16 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert