Guðjón Valur bikarmeistari á Spáni

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Ljósmynd/barcelona.es

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, bætti í dag skrautfjöður í hatt sinn þegar hann varð spænskur deildarbikarmeistari með Barcelona. 

Barcelona vann stórsigur á BM Grannollers í úrslitaleiknum í dag 37:26. Barca vann Naturhouse La Rioja í undanúrslitum í gær 35:25.

Frakkinn Nikola Karabatic var valinn maður úrslitaleiksins en hann skoraði 7 mörk eins og Rutenka. Fyrirliðinn Victor Tomas var með 6 mörk og Guðjón Valur kom næstur með 5 mörk.

Keppnin er kölluð Copa Asobal og þar fá fjögur efstu liðin í deildinni þátttökurétt þegar deildin er hálfnuð og útkljá bikarkeppnina á tveimur dögum. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 1991 og er þetta fjórða árið í röð sem Barcelona fagnar sigri. 

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Guðmundur Gunnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert