Löwen á hæla Kiel eftir nauman sigur

Alexander Petersson og félagar unnu nauman sigur í dag.
Alexander Petersson og félagar unnu nauman sigur í dag. Ljósmynd/rhein-neckar-loewen.de

Rhein-Neckar Löwen er tveimur stigum á eftir Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik, en Löwen vann nauman sigur á liði HSV Hamburg á útivelli í dag, 26:25.

Löwen var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12, var tveimur mörkum yfir þegar tæp mínúta var eftir. HSV minnkaði muninn í eitt mark fimmtán sekúndum fyrir leikslok og þar við sat, lokatölur 26:25.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað. Kim Ekdahl du Rietz var markahæstur Löwen með sex mörk en hjá HSV var Alexander Feld markahæstur með sjö mörk.

Löwen er í öðru sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum á eftir Kiel og á einnig leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert