Níu marka sigur Vals

Íris Ásta Pétursdóttir, Val.
Íris Ásta Pétursdóttir, Val.

Leikmenn handknattleiksliðs Vals í kvennaflokki voru ekki lengi að jafna sig eftir skellinn á móti Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikarsins á síðasta laugardag. Valsliðið mætti ákveðið til leiks gegn FH í kvöld í Olís-deildinni og vann með níu marka mun á heimavelli, 30:21, eftir að hafa verið með fimm marka forskot í hálfleik, 18:13.

Með sigrinum færðist Valur upp í 6. sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan Fylki, sem þessa stundina leikur við Fram í Fylkishöllinni.

Mörk Vals: Íris Ásta Pétursdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 3, Vigdís Þorsteinsdóttir 3, Hildur Andrésdóttir 2, Sólveig Lóa Höskuldsdóttir 2, Bryndís Elín Wöhler 2, Kristín Arndís Ólafsdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1.

Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 8, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 6, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 2, Ásrún Lilja Birgisdóttir 1, Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert