Tap í öðrum leiknum í Sviss

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss, nýtti tækifæri gegn Sviss í …
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss, nýtti tækifæri gegn Sviss í dag og skoraði 4 mörk. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Annar vináttulandsleikur Sviss og Íslands í handknattleik kvenna fór fram í Visp í Sviss og hófst klukkan 13.05. Sviss sigraði 25:21. Ísland vann fyrsta leikinn í gær, 27:23. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Ísland hafði yfir 16:12 að loknum fyrri hálfleik og skoraði því aðeins 5 mörk í þeim síðari. 

Þriðji og síðasti leikurinn fer fram í Zofingen á morgun klukkan 17 að íslenskum tíma. Lið Íslands er að búa sig undir umspilsleiki HM gegn Svartfjallalandi sem fram fara í júní.

Mörk Íslands: Birna Berg Haraldsdóttir 8/4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4, Ramune Pekarskyte 4, Arna Sif Pálsdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1. 

Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 15.

60. mín: Leiknum er lokið. Sviss sigraði 25:21. Íslenska liðið minnkaði muninn í 22:21 en Svisslendingar skoruðu þrjú síðustu mörkin. 

53. mín: Staðan er 22:20 fyrir Sviss. Okkar konur þurfa að ná góðum lokakafla. 

45. mín: Staðan er 19:18 fyrir Sviss. Slæmur kafli og Svisslendingar komast yfir. Aðeins tvö mörk skoruð á fyrsta korterinu í síðari hálfleik hjá okkar konum. 

40. mín: Staðan er 18:16 fyrir Ísland. Íslenska liðið fer fremur rólega af stað í síðari hálfleik. Birna Berg hefur gert bæði mörkin í síðari hálfleik og sjö mörk alls. 

30. mín: Staðan er 16:12 fyrir Ísland. Fyrri hálfleik er lokið. Sóknarleikurinn greinilega í góðu lagi hjá íslenska liðinu og skotnýtingin er góð. Birna Berg Haraldsdóttir er markahæst með 5 mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Hrafnhildur Þrastardóttir og Ramune Pekarskyte hafa skorað 4 hvor, Arna Sif Pálsdóttir 2 og Unnur Ómarsdóttir 1.

25. mín: Staðan er 14:10 fyrir Ísland. Fínn kafli hjá íslenska liðinu. Hrafnhildur og Ramune hafa skorað fjögur mörk hvor. 

15. mín: Staðan er 7:6 fyrir Ísland. Mjög jafn leikur fyrsta korterið. Hrafnhildur Þrastardóttir skoraði tvö í röð og Birna Berg eitt. 

10. mín: Staðan er 4:4. Arna hefur gert tvö mörk, Unnur Ómars eitt og Ramune eitt. 

5. mín: Staðan er 1:0 fyrir Ísland. Arna Sif Pálsdóttir brýtur ísinn eftir fjórar og hálfa mínútu.

3. mín: Ekkert skorað fyrstu þrjár mínútur leiksins. Mistök á báða bóga.

1. mín: Leikurinn er hafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert