Flugeldasýning Bjarka og 14 mörk

Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. mbl.is/Ómar

Bjarki Már Elísson var heldur betur í stuði í kvöld þegar Eisenach lagði Hüttenberg að velli, 37:30, í þýsku 2. deildinni í handknattleik.

Bjarki, sem er markahæsti leikmaður deildarinnar, gerði sér lítið fyrir og skoraði fjórtán mörk í leiknum, aðeins tvö þeirra úr vítaköstum, og leikmenn Hüttenberg, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, réðu ekkert við hann. Hannes Jón Jónsson lék ekki með Eisenach í kvöld en lið þeirra er nú komið í þriðja sæti deildarinnar í fyrsta sinn í vetur. Þrjú efstu liðin fara upp en Leipzig er með 47 stig, Bittenfeld 42 og Eisenach 40 stig en þar á eftir eru Rimpar með 39, Hamm með 38, Grosswallstadt og Coburg með 37 og Nordhorn með 36 þannig að baráttan er geysilega hörð.

Ragnar Jóhannsson skoraði 5 mörk fyrir Hüttenberg sem er áfram í 19. og næstneðsta sæti með 12 stig og fátt virðist geta bjargað liðinu frá falli. Aðalsteinn Eyjólfsson, sem tók við liðið í sömu stöðu um áramót, var þarna á sínum gamla heimavelli en hann þjálfaði Eisenach í nokkur ár, þar til honum var sagt upp fyrr í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert