HK þarf að halda mannskap ef liðið ætlar sér aftur upp

Bjarki Sigurðsson og Alexander Arnarsson formaður handknattleiksdeildar HK handsala samninginn.
Bjarki Sigurðsson og Alexander Arnarsson formaður handknattleiksdeildar HK handsala samninginn. Ljósmynd/hk.is

Veturinn hefur verið erfiður hjá HK-ingum en liðið er þegar fallið úr Olís-deildinni. Liðið lék vel á köflum í kvöld og var vel inni i leiknum undir lok síðari hálfleik en þegar fjórar mínútur voru eftir þá opnaðist vörn heimamanna og gengu því Stjörnumenn á lagið.

,,Þetta var ping-pong á báða bóga. Engar varnir og markvarslan ekki góð en mér fannst hún hinsvegar fín í þeim síðari. Við náðum aldrei takt við leikinn og þeir skora einhver átján mörk í fyrri hálfleiknum en við byrjuðum vel í þeim síðari og áttum möguleika á að komast aftur yfir en eins og ég segi þá vorum við sjálfum okkur verstir," sagði Bjarki ennfremur.

Ekki fundist erfitt að mótivera menn

Þrátt fyrir þá staðreynd að HK leiki í fyrstu deildinni á næstu leiktíð þá hefur Bjarka ekki fundist erfitt að mótivera leikmenn fyrir leikina en hann segir að liðið verði að halda sama mannskap til þess að eiga möguleika á að komast aftur upp.

,,Mér hefur ekki fundist erfitt að mótivera þá. Menn hafa verið tilbúnir í allt en fóru þó ekki alveg eftir planinu sem var lagt fyrir þá. Kannski er þetta í sjálfum okkur," sagði hann.

,,Ég er ekki farinn að hugsa um stöðu mína, er ekki bara best að klára tímabilið og spyrja svo að því. HK þarf að halda mannskap ef það ætlar sér aftur upp og það er hægt ef menn eru tilbúnir í að taka eitt tímabil í fyrstu deildinni," sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert