Sigurgleði Gróttukvenna (myndskeið)

Leikmenn Gróttu fengu í kvöld afhent sigurlaun sín í Olís-deild kvenna en liðið varð á dögunum í fyrsta sinn deildarmeistari í handknattleik kvenna. Bikarinn var hinsvegar ekki afhentur fyrr en í kvöld á heimavelli liðsins að loknum síðasta heimaleiknum.

Bikarinn fer í ört stækkandi safn Gróttukvenna en liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í lok febrúar. 

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, afhenti leikmönnum Gróttu bikarinn í leikslok í kvöld Grótta tapaði fyrri ÍBV í lokaumferðinni með tveggja marka mun, 20:18. Tapið breytti engu um sigur Gróttu í deildinni.

Á mánudaginn hefst úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Gróttuliðið hyggst gera atlögu að þriðja bikarnum á þessu keppnistímabili. 

Eftir að hafa tekið við bikarnum þá fögnuðu leikmenn Gróttu ákaft eins sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert