Algjörir yfirburðir Hauka

Adam Haukur Baumruk, Haukum sendir hér boltann og Valsarinn Orri …
Adam Haukur Baumruk, Haukum sendir hér boltann og Valsarinn Orri Freyr Gíslason stöðvar hann. Kristinn Ingvarsson

Haukar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik eftir að hafa sópað Val út í undanúrslitum, 3:0. Haukar höfðu mikla yfirburði í þriðja og síðasta leiknum að Hlíðarenda í kvöld og unnu 29:22.

Leikurinn var í járnum fyrsta korterið eða svo en eftir að staðan hafði verið 8:6 Haukum í vil skoruðu Valsmenn ekki fleiri mörk í fyrri hálfleik og var staðan að honum loknum 14:6! Vörn Hauka var afar sterk en Giedrius Morkunas var hreint út sagt stórkostlegur í markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik, þar af fjölda dauðafæra og eitt víti. Markverðir Hauka vörðu 24 skot en Valsmenn 9 í leiknum.

Valsmenn reyndu ýmsar aðferðir til að komast inn í leikinn í seinni hálfleik en alltaf áttu Haukar svör. Þeir spila því til úrslita við annaðhvort ÍR eða Aftureldingu eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu við ÍBV í fyrra. Deildarmeistarar Vals eru hins vegar komnir í sumarfrí.

Valur 22:29 Haukar opna loka
60. mín. Brynjólfur Snær Brynjólfsson (Haukar) skoraði mark Flaug vel inn úr hægra horninu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert