Held ég hafi tapað mér

„Ég held að ég hafi tapað mér. Ég er ekki mikið í því, þetta var ótrúlegt,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir magnaðan 30:29 sigur liðsins á ÍR í oddaleik liðanna í undaúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik.

Sigurinn þýðir að Afturelding mætir Haukum í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn.

Afturelding var fjórum mörkum undir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en Árni Bragi jafnaði metin á ögurstundu. ÍR var með boltann þegar 25 sekúndur voru eftir og marki yfir en eins og áður segir náði Árni að jafna.

„Þetta er búið að gerast nokkrum sinnum í vetur að við vinnum upp mikla forystu þegar lítið er eftir. Strákarnir eiga einhvern gír og karakter sem erfitt er að lýsa,“ sagði Einar. 

„Stemningin var gjörsamlega trufluð, ég á von á því að þessir bekkir sem voru að mestu auði verði troðfullir í næstu viku,“ sagði Einar.

Nánar er rætt við Einar í ofanverðu myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert