Gunnar stekkur yfir samherjana (myndband)

Gunnar Malmquist Þórsson, leikmaður Aftureldingar, gerði sér lítið fyrir og stökk yfir félaga sína áður en hann fagnaði með þeim fyrir framan harðasta hóp stuðningsmanns liðsins eftir að Afturelding vann ÍR naumlega, 30:29, í oddaleik í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handknattleik að Varmá í gær.

Leikmenn Aftureldingar höfðu hópast saman við hliðlínu leikvallarins í leikslok til þess að fagna með stuðningsmönnum sínum fyrir framan nokkra ljósmyndara. Gunnar var ekki í þeim hóp heldur var að gleðjast með þjálfara og liðstjórn Aftureldingar þegar hann sér að samherjarnir eru komnir saman í hnapp við hliðarlínuna. Þá tók Gunnar á sprett og stökk yfir hópinn eins til að fangna eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.  

Hvort Gunnar getur stokkið hæð sína í öllum herklæðum eins og nafni hans Hámundarson frá Hlíðarenda gerði á sinni skal ósagt en hann fer alltént býsna nærri því.

Gunnar Malmquist Þórsson, leikmaður Afttureldingar, er mikill stemningsmaður.
Gunnar Malmquist Þórsson, leikmaður Afttureldingar, er mikill stemningsmaður. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert