Aron Rafn á leið til Álaborgar

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson.
Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson. mbl.is/Eva Björk

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er að sögn danskra fjölmiðla á leið til Álaborgar frá sænska liðinu Guif.

Aron Rafn er sagður nálægt því að ná samkomulagi við félagið, en hann á að leysa Sören Westphal af hólmi en hann skaddaði krossband í hné nýlega. Guif er að leitast eftir því að lækka launakostnað hjá sér og var því reiðubúið að láta Aron fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert