Þarna vill maður vera

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða báðir á ferðinni …
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson verða báðir á ferðinni um úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. mbl.is/Golli

Aron Pálmarsson er á leið á sína fimmtu úrslitahelgi í röð í Meistaradeild Evrópu í handknattleik, Final Four, sem haldin verður í Köln í Þýskalandi um helgina. Aron mætir verðandi samherjum sínum í undanúrslitunum á laugardaginn þegar Kiel etur kappi við ungverska meistaraliðið Vesprém og í hinni undanúrslitaviðureigninni verður Guðjón Valur Sigurðsson í eldlínunni með Barcelona gegn pólska meistaraliðinu Kielce.

„Maður finnur alveg fyrir því að það er að byggjast upp spenna í manni. Þarna vill maður vera og umgjörðin í kringum þessa úrslitahelgi verður alltaf stærri og stærri og að vera þátttakandi á staðnum er algjörlega geggjað,“ sagði Aron í samtali við Morgunblaðið í gær.

Aron hefur tvívegis hampað Evrópumeistaratitlinum með Kiel en það var 2010 og 2012. Árið 2013 tapaði Kiel fyrir Kielce í leiknum um þriðja sætið og í fyrra töpuðu Aron og félagar fyrir Flensburg í úrslitaleiknum. Það voru blendnar tilfinningar hjá Aroni í verðlaunaafhendingunni í Lanxess-Arena-höllinni í Köln í fyrra en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar og tók svo á móti súrum silfurverðlaunapeningi.

Ítarlega er rætt við Aron um úrslitahelgina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert