Tap í fyrri leiknum gegn Póllandi

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst gegn Póllandi í dag.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst gegn Póllandi í dag. Ómar Óskarsson

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði fyrri vináttulandsleik sínum gegn Pólverjum ytra 31:26 en liðin leika aftur á morgun. Leikirnir eru undirbúningsleikir fyrir umspilsleiki gegn Svartfjallalandi um laust sæti á HM í Danmörku sem fram fer í desember næstkomandi.

Pólska liðið er gríðarlega sterkt en liðið varð í 4. sæti á síðasta heimsmeistaramóti. Leikið var fyrir luktum dyrum í dag en búast má við að yfir 2.000 manns mæti á morgun. Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari rúllaði leikmannahópi sínum vel í dag en búast má við spennandi leik á morgun.

Mörk Íslands: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9, Arna Sif Pálsdóttir 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Steinunn Hansdóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Ragnheiður Júlísdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1.

Guðrún Ósk Maríasdóttir varði ellefu skot og Florentina Stanciu átta.

Leik­irn­ir við Svartfjallaland eru 7. júní í Svart­fjallandi kl. 18.30 og 14. júní í Laug­ar­dals­höll­inni kl. 14.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert