Tíu marka sigur í Tel Aviv

Róbert Gunnarsson, Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Kári Kristján …
Róbert Gunnarsson, Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Kári Kristján Kristjánsson og Arnór Þór Gunnarsson. mbl.is/Golli

Íslenska landsliðið í handknattleik karla vann öruggan sigur á ísraelska landsliðinu, 34:24, í leik liðanna í undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Tel Aviv í dag. Sigurinn var aldrei í hættu en forskot Íslands var fimm mörk í hálfleik, 17:12. Þar með komst íslenska landsliðið í efsta sæti 4. riðils undankeppninni, a.m.k. að sinni en Svartfellingar og Serbar eigast við þessa stundina og vinni Svartfellingar þann leik endurheimta þeir efsta sæti riðilsins. 

Svartfellingar mæta til leiks í Laugardalshöll á sunnudaginn og mæta Íslendingum í lokaleik riðilsins. Flautað verður til leiks klukkan 17.

Það var rétt á upphafsmínútum leiksins í dag sem Ísraelsmenn héldu í við Íslendingar. Um miðjan hálfleikinn náði íslenska liðið þriggja marka forskoti. Þar með skildu leiðir. Eins og áður segir var munurinn fimm mörk í hálfleik, 17:12. Í síðari hálfleik jókst munurinn á liðunum og var mestur 12 mörk í nokkru skipti.

Allir leikmenn íslenska landsliðsins fengu tækifæri til þess að spreyta sig í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson átti framúrskarandi leik í markinu og varði 18 skot, þar af þrjú vítaköst á þeim 50 mínútum sem hann stóð á milli stanganna. Stefán Rafn Sigurmannsson og Guðmundur Árni Ólafsson nýttu tækifæri sín vel og voru markahæstu leikmenn liðsins með átta og sex mörk. Aron Pálmarsson skoraði ekki mark en fóðraði samherja sína á stoðsendingum.

Ísraelsmenn léku hægan og þunglamalegan sóknarleik lengi vel auk þess sem þeir fengu tækifæri til þess að leika langar sóknir. Þess utan léku þeir framliggjandi 3/3 vörn.

Oren Meirovich, markvörður, var besti leikmaður liðsins. 

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Ísrael 24:34 Ísland opna loka
60. mín. Aron Rafn Eðvarðsson (Ísland) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka