Garðar í raðir FH-inga

Garðar Svansson í búningi FH en honum mun hann klæðast …
Garðar Svansson í búningi FH en honum mun hann klæðast næstu þrjú ár hið minnsta. Ljósmynd/FH

Handknattleiksmaðurinn Garðar Svansson hefur gengið til liðs við FH og skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Garðar hefur undanfarin ár leikið með HK en Kópavogsliðið féll úr Olís-deildinni í vor. 

Garðar er leikstjórnandi en hefur sýnt það með HK að hann getur leyst fleiri stöður. Fleiri lið voru á höttunum á eftir Garðari en hann skoraði 53 mörk í 23 leikjum með HK á síðasta keppnistímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert