„Hann er frábær markvörður“

Arnar Pétursson er ánægður að fá Stephen Nielsen í markið …
Arnar Pétursson er ánægður að fá Stephen Nielsen í markið hjá ÍBV.

Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í handbolta, er ánægður með að fá markvörðinn Stephen Nielsen í sitt lið fyrir næstu leiktíð. „Hann er frábær markvörður og við erum mjög sáttir við að hafa fengið hann til okkar. Það verður gott að hafa hann og Kolbein í rammanum,“ sagði Arnar í samtali við mbl.is eftir að Nielsen skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV.

„Kolbeinn hefur verið númer eitt hjá okkur en hinir markmennirnir eru varnir og því þurftum við markmann. Þegar við fréttum að Nielsen væri á lausu fórum við strax að vinna í því að fá hann.“ Eyjaliðið hefur styrkt sig fyrir komandi átök en auk Nielsen hafa Kári Kristjánsson og Nemanja Malovic samið við ÍBV á síðustu vikum. Þeir hafa einnig misst leikmenn en Agnar Smári Jónsson heldur í atvinnumennsku.

„Það stendur ekki til að styrkja liðið frekar. Við höfum fyllt ágætlega í þau göt sem þurfti að fylla í og munum halda áfram að nota okkar heimastráka sem hafa reynst okkur frábærlega.“ Aðspurður sagðist Arnar ekki vera farinn að smíða markmið næsta vetrar. „Auðvitað viljum við vinna bikar og höfum kynnst hvað það er skemmtilegt og það er eitthvað sem allir vilja upplifa. En við verðum að vera jarðbundnir og bæta leik okkar frá því í vetur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert