Vorum með þá frá fyrstu mínútu

„Við vorum með þá frá fyrstu mínútu. Ekkert í leik þeirra olli okkur vandræðum," sagði Aron Pálmarsson sem fór á kostum með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það lagði Svartfellinga, 34:22, í lokaleik sínum í undankeppni EM. Sigurinn tryggði íslenska landsliðinu þátttökurétt í lokakeppninni sem fram fer í Póllandi í janúar. 

„Jafnt í vörn sem sókn vorum við með stjórn á leiknum," sagði Aron. „Þetta var lokaleikur tímabilsins hjá okkur og við vildum gefa fólki allt það sem það gat óskað fyrir peninginn. Ég var afar ánægður með stuðninginn. 

Það var talað um það fyrir leikinn að koma af grimmd inn í leikinn og slá aldrei af. Auk þess sem stemningin í hópnum frábær og það skilar sér út í leikinn hjá okkur," sagði Aron.

Nánar er rætt við Aron Pálmarsson á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert