Binda vonir við framtíðina

Arnar Freyr Arnarsson var valinn í úrvalslið mótsins í Gautaborg.
Arnar Freyr Arnarsson var valinn í úrvalslið mótsins í Gautaborg. mbl.is/Kristinn

„Það er sama hvert er litið á vellinum, liðið er gríðarlega vel mannað og hefur gengið mjög vel. Vonandi erum við að sjá þarna framtíðar landsliðsmenn, en það er aldrei hægt að segja hvernig þetta mun skila sér. Við bindum miklar vonir við þennan hóp, það er ekkert launungarmál.“

Svo segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, við Morgunblaðið um magnaðan árangur íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 19 ára og yngri sem bar sigur úr býtum á Opna Evrópumótinu í Svíþjóð á dögunum.

Mótið var góður undirbúningur fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í þessum aldursflokki í Rússlandi í næsta mánuði. Þar er Ísland meðal annars í riðli með Spánverjum, sem er þekkt handboltaþjóð, en íslenska liðið lagði það spænska í riðlakeppninni í Svíþjóð og loks sterka heimamenn í úrslitaleiknum. En þrátt fyrir góðan árangur virðist sama sagan alltaf við lýði að fjármunir eru af skornum skammti fyrir framtíðina.

Engir peningar í uppbyggingu

„Stærsta vandamálið í þessu umhverfi í handboltanum er að árangur skilar þér ekki fjármunum. Þrátt fyrir að tryggja sig inn í úrslitakeppnir stórmóta fylgja engir viðbótastyrkir með. Þetta er mjög erfitt umhverfi upp á þetta að gera og það er sama sagan á hverju ári, menn þurfa að safna sjálfir til að ná þessu saman,“ segir Einar, sem vonast til að strákarnir fái þó frekari styrki fyrir ferðina til Rússlands, en sjálfir þurfi þeir þó að standa í fjáröflun.

Sjá umfjöllun um U19 ára liðið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert