Karabatic orðinn samherji Róberts

Nikola Karabatic.
Nikola Karabatic. AFP

Franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic skrifaði í dag undir fjögura ára samning við franska meistaraliðið Paris SG og hann er þar með orðinn samherji Róberts Gunnarssonar.

Karabatic, sem er 31 árs gamall, hefur spilað með Barcelona frá árinu 2013 og á nýliðnu tímabili vann hann alla sjö titlana sem voru í boði með liðinu.

Karabatic hefur verið einn besti handknattleiksmaður heims undanfarin ár og hefur unnið fjölda titla með Frökkum og þeim félagsliðum sem hann hefur leikið með.

Kara­batic var í síðustu viku sakfelldur fyr­ir að hafa hagrætt úr­slit­um í leik í þeim til­gangi að græða vel á veðmála­starf­semi. Dóm­ur féll í Mont­p­ellier og þarf Kara­batic að greiða 10.000 evr­ur í sekt, sem sam­svar­ar rétt tæpri 1,5 millj­ón ís­lenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert